Enski boltinn

Kalou íhugar að yfirgefa Chelsea

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Salomon Kalou hugsar sína stöðu þessa dagana.
Salomon Kalou hugsar sína stöðu þessa dagana. Nordic Photos/Getty Images
Salomon Kalou viðurkennir að hann muni jafnvel yfirgefa herbúðir Chelsea í sumar. Hann hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliðinu á þessari leiktíð og koma Spánverjans Fernando Torres hefur fært hann neðar í goggunarröðinni.

"Það hefur verið erfitt að fylgjast með á hliðarlínunni á undanförnum vikum. Ef tækifærin koma ekki þá sest ég niður í sumar og hugsa mína stöðu," segir Kalou sem kom til Chelsea árið 2006.

Þessi 25 ára leikmaður hefur ekki verið fyrsti kostur í Chelsea liðið frá því að hann var keyptur af Jose Morinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×