Dirk Kuyt með þrennu í 3-1 sigri Liverpool á Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2011 14:29 Dirk Kuyt skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool þegar liðið vann öruggan 3-1 sigur á toppliði Manchester United á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool-maður hafði ekki skorað þrennu á móti erkifjendunum í Manchester United síðan að Peter Beardsley skoraði þrennu í 4-0 sigri Liverpool á Anfield í september 1990. Þá líkt og nú sat Kenny Dalglish í stjórastólnum hjá Liverpool. Manchester United átti möguleika á því að ná sex stiga forskoti á Arsneal en nú munar aðeins þremur stigum á liðunum. United var þarna að tapa sínum öðrum leik í röð og hefur jafnframt tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í ensku deildinni. Þetta er þriðja árið í röð sem Liverpool vinnur Manchester United á Anfield en liðið vann 2-0 í fyrra og 2-1 tímabilið þar á undan. Luis Suarez átti eins og Kuyt stórleik í Liverpool sókninni en hann átti stóran þátt í öllum þremur mörkunum. Vinnusemi félaganna var líka til mikillar fyrirmyndar og gerðu þeir United-mönnum lífið leitt í allan dag. Leikurinn byrjaði leikinn frábærlega og Luis Suarez fór illa með dauðafæri eftir aðeins þriggja mínútna leik eftir að hafa fengið sendingu frá Raul Meireles. Liverpool byrjaði leikinn mun betur en Dimitar Berbatov komst næst þó að skora þegar hann skaut í stöngina á 16. mínútu. Luis Suarez var í miklum ham í fyrri hálfleiknum og á 34. mínútu fór hann framhjá hálfu Manchester United liðinu áður en hann sendi boltann framhjá Edwin van der Sar. Boltinn var á leiðinni í markið þegar Dirk Kuyt sparkaði honum í markið af marklínunni. Suarez var ekki hættur að rugla varnarmenn United í ríminu því eftir fyrirgjöf frá honum gerði Nani þau risa mistök að skalla boltann aftur inn í markteiginn þar sem Dirk Kuyt var dauðafrír og skallaði boltann í markið. Liverpool var því komið í 2-0 eftir 39 mínútur og með öll tök á leiknum. Það ætlaði allt að sjóða upp úr í lok fyrri hálfleiks þegar Jamie Carragher fékk gult spjald fyrir brot á Nani. United-menn vildu fá rautt en Nani var borinn af velli og spilaði ekki meira í leiknum. Rafael svaraði með tveggja fóta tæklingu á Martin Skrtel sem brást illa við. Þeir fengu báðir gult.Mynd/APManchester United byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og tók öll völd á vellinum. Raul Meireles bjargaði á marklínu frá Dimitar Berbatov á 59. mínútu og skömmu síðar fékk United aukaspyrnu á stórhættulegum stað en Ryan Giggs átti þá slakt skot yfir. Liverpool stóðst áhlaup United og Dirk Kuyt innsiglaði síðan þrennuna sína og kom Liverpool í 3-0 á 65. mínútu. Kuyt var þá enn á ný á réttum stað þegar hann fylgdi á eftir þegar Edwin van der Sar hálfvarði fasta aukaspyrnu frá Luis Suarez. Andy Carroll kom inn á sem varamaður fyrir Raul Meireles á 74. mínútu í sínum fyrsta leik síðan Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda. Liverpool var með góð tök á leiknum eftir að þeir komust í 3-0 og fengu nokkur færi til þess að bæta við mörkum. Það var hinsvegar Manchester United sem minnkaði muninn í uppbótartíma þegar Javier Hernández skallaði boltann inn eftir sendingu frá Ryan Giggs. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Dirk Kuyt skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool þegar liðið vann öruggan 3-1 sigur á toppliði Manchester United á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool-maður hafði ekki skorað þrennu á móti erkifjendunum í Manchester United síðan að Peter Beardsley skoraði þrennu í 4-0 sigri Liverpool á Anfield í september 1990. Þá líkt og nú sat Kenny Dalglish í stjórastólnum hjá Liverpool. Manchester United átti möguleika á því að ná sex stiga forskoti á Arsneal en nú munar aðeins þremur stigum á liðunum. United var þarna að tapa sínum öðrum leik í röð og hefur jafnframt tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í ensku deildinni. Þetta er þriðja árið í röð sem Liverpool vinnur Manchester United á Anfield en liðið vann 2-0 í fyrra og 2-1 tímabilið þar á undan. Luis Suarez átti eins og Kuyt stórleik í Liverpool sókninni en hann átti stóran þátt í öllum þremur mörkunum. Vinnusemi félaganna var líka til mikillar fyrirmyndar og gerðu þeir United-mönnum lífið leitt í allan dag. Leikurinn byrjaði leikinn frábærlega og Luis Suarez fór illa með dauðafæri eftir aðeins þriggja mínútna leik eftir að hafa fengið sendingu frá Raul Meireles. Liverpool byrjaði leikinn mun betur en Dimitar Berbatov komst næst þó að skora þegar hann skaut í stöngina á 16. mínútu. Luis Suarez var í miklum ham í fyrri hálfleiknum og á 34. mínútu fór hann framhjá hálfu Manchester United liðinu áður en hann sendi boltann framhjá Edwin van der Sar. Boltinn var á leiðinni í markið þegar Dirk Kuyt sparkaði honum í markið af marklínunni. Suarez var ekki hættur að rugla varnarmenn United í ríminu því eftir fyrirgjöf frá honum gerði Nani þau risa mistök að skalla boltann aftur inn í markteiginn þar sem Dirk Kuyt var dauðafrír og skallaði boltann í markið. Liverpool var því komið í 2-0 eftir 39 mínútur og með öll tök á leiknum. Það ætlaði allt að sjóða upp úr í lok fyrri hálfleiks þegar Jamie Carragher fékk gult spjald fyrir brot á Nani. United-menn vildu fá rautt en Nani var borinn af velli og spilaði ekki meira í leiknum. Rafael svaraði með tveggja fóta tæklingu á Martin Skrtel sem brást illa við. Þeir fengu báðir gult.Mynd/APManchester United byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og tók öll völd á vellinum. Raul Meireles bjargaði á marklínu frá Dimitar Berbatov á 59. mínútu og skömmu síðar fékk United aukaspyrnu á stórhættulegum stað en Ryan Giggs átti þá slakt skot yfir. Liverpool stóðst áhlaup United og Dirk Kuyt innsiglaði síðan þrennuna sína og kom Liverpool í 3-0 á 65. mínútu. Kuyt var þá enn á ný á réttum stað þegar hann fylgdi á eftir þegar Edwin van der Sar hálfvarði fasta aukaspyrnu frá Luis Suarez. Andy Carroll kom inn á sem varamaður fyrir Raul Meireles á 74. mínútu í sínum fyrsta leik síðan Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda. Liverpool var með góð tök á leiknum eftir að þeir komust í 3-0 og fengu nokkur færi til þess að bæta við mörkum. Það var hinsvegar Manchester United sem minnkaði muninn í uppbótartíma þegar Javier Hernández skallaði boltann inn eftir sendingu frá Ryan Giggs.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira