Enski boltinn

Scharner ánægður með Hodgson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri West Brom.
Roy Hodgson, stjóri West Brom. Nordic Photos / Getty Images
Paul Scharner, leikmaður West Brom, segir að gott gengi West Brom að undanförnu sé knattspyrnustjóranum Roy Hodgson að þakka.

Hodgson tók við liðinu þann 11. febrúar síðastliðinn og hefur West Brom ekki enn tapað leik undir hans stjórn. Liðið hefur gert þrjú jafntefli og unnið svo einn leik, gegn Birmingham á útivelli um helgina.

„Síðan hann tók við hefur hann eytt um hálfum degi í hverri viku bara til að fara yfir okkar mál," sagði Scharner. „Það vita allir hvernig þeir eiga að spila og hvert þeirra hlutverk er. Hann hefur gert mikið fyrir trú leikmanna á eigin getu."

Hodgson tók við af Roberto di Matteo en stemningin í liðinu var víst orðin afar slæm undir það síðasta í stjórnartíð þess síðarnefnda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×