Fótbolti

Argentína á nú besta fótboltalandsliðið í Suður Ameríku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/AFP
Argentína komst upp fyrir Brasilíu á nýjasta styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag en Brasilíumenn eru komnir alla leið niður í fimmta sætið á listanum eftir að hafa setið í toppsætinu í mörg ár. Argentína er því í fyrsta sinn í langan tíma með besta fótboltalandsliðið í Suður Ameríku að mati heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Argentínumenn hækkuðu um eitt sæti og komust upp fyrir Brasilíu þökk sé 2-1 sigurs á Portúgal á dögunum en Brasilíumenn töpuðu á sama tíma 0-1 fyrir Frökkum. Það var einmitt snillingurinn Lionel Messi sem tryggði argentínska liðinu sigurinn á Portúgal.

Spánn, Holland og Þýskaland eru áfram í þremur efstu sætunum og Argentína kemur síðan í fjórða sætinu. Englendingar eru næstir á eftir Brasilíu og Úrúgvæ, Króatía, Portúgal og Grikkland eru síðan hinar þjóðirnar inn á topp tíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×