Fótbolti

Klasnic skaut Bolton í 8-liða úrslit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ivan Klasnic skoraði eina mark leiksins í dag / Mynd: Getty Images
Ivan Klasnic skoraði eina mark leiksins í dag / Mynd: Getty Images
Bolton fór með sigur af hólmi gegn Fulham í fimmtu umferð enska bikarsins. Ivan Klasnic skoraði eina mark leiksins fyrir Bolton og 1-0 sigur því staðreynd.



Fulham tók á móti Bolton í fimmtu umferð enska bikarsins á Craven Cottage í dag.

Fimm stig skilja þessi úrvalsdeildarlið að í deildinni en Bolton eru í áttunda sæti á meðan Fulham eru í því tólfta.



Eiður Smári Guðjohnsen gat ekki tekið þátt í leiknum í dag fyrir Fulham en forráðamenn liðsins gleymdu að biðja um keppnisleyfi fyrir leikmanninn.



Leikurinn hófst heldur rólega og bæði liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Ivan Klasnic, leikmaður Bolton, skoraði fyrsta markið í leiknum á 19. mínútu en boltinn barst til Króatans inn í vítateignum og hann var ekki í nokkrum vandræðum með að afgreiða knöttinn í netið.



Það er skemmst frá því að segja að mark Klasnic var eina mark leiksins og því er Bolton komið áfram í sjöttu umferð bikarsins. Bolton mættir því Birmingham í 8-liða úrslitum bikarsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×