Fótbolti

Leyton Orient náði að knýja fram annan leik í lokin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tomas Rosicky fagnar hér márki sínu í leiknum. / Mynd: Getty Images
Tomas Rosicky fagnar hér márki sínu í leiknum. / Mynd: Getty Images
Leyton Orient og Arsenal gerði 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir dramatískt jöfnunarmark í blálokin. Tomas Rosicky skoraði mark Arsenal en Jonathan Tehoue jafnaði fyrir Leyton Orient.



Leyton Orient tók á móti Arsenal í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar á Brisbane Road vellinum í London nú síðdegis. Sigurvegarinn myndi fá það hlutverk að fara á Old Trafford og mæta Manchester United í 8-liða úrslitum.



Arsene Wenger, framkvæmdarstjóri Arsenal, stillti upp sterku byrjunarliði en þeir Marouane Chamakh og Nicklas Bendtner voru í framlínunni.



Fyrri hálfleikur var virkilega bragðdaufur og fá færi litu dagsins ljós. Staðan var því 0-0 í hálfleik og Arsenal í stökkustu vandræðum með sóknarleik sinn.



Arsenalmenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleiknum og voru ekki lengi að skora fyrst mark leiksins. Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal, skallaði boltann í netið á 53. mínútu eftir fína fyrirgjöf frá Nicklas Bendtner.



Fátt virtist koma í veg fyrir að Arsenal væri á leiðinni áfram í keppninni en varamaðurinn Jonathan Tehoue var á öðru máli. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma fékk Tehoue boltann inn í vítateig Arsenalmanna og náði frábæru skoti á markið sem Almunia ,markvörður Arsenal , réði ekkert við.



Niðurstaðan því ,1-1, jafntefli og liðin þurfa því að mættast aftur á Emirates vellinum í London þann 2. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×