Fótbolti

Þriðji sigur Hibernian í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Hibernian
Hibernian hefur verið á miklu skriði síðan að Guðlaugur Victor Pálsson kom til félagsins frá Liverpool og vann sinn þriðja deildarleik í röð í dag.

Hibernian vann þá 1-0 útisigur á St. Mirren en Guðlaugur lék allan leikinn í liði Hibernian.

Guðlaugur Victor kom til félagsins í síðasta mánuði og eftir að Hibernian tapaði fyrsta leiknum sem hann spilaði með liðinu hefur það unnið síðustu þrjá. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður á miðju Hibernian í þessum fjórum leikjum og spilað þá alla frá upphafi til enda.

Hann skoraði eitt mark úr vítaspyrnu í 2-1 sigri Hibernian á Kilmarnock fyrr í mánuðinum.

Hibernian er í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig og er nú ellefu stigum frá fallsæti. Alls komu ellefu deildarleikir í röð án sigurs hjá liðnu fyrir núverandi sigurgöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×