Fótbolti

Enn eitt klúðrið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Undanfarnar vikur hafa myndbönd af knattspyrnumönnum að klúðra dauðafærum í leikjum farið víða um netið. Hér er eitt þeirra.

Ekvadorinn Jaime Ayovi, leikmaður Deportivo Toluca í mexíkósku úrvalsdeildinni, fór illa að ráði sínu í leik gegn Necaxa í dag.

Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan fékk hann góða sendingu inn fyrir vörn Necaxa og náði að lyfta boltanum laglega yfir markvörðinn. Hann þurfti lítið annað að gera en að ýta knettinum yfir marklínuna en skaut þá boltanum hátt yfir autt markið.

En sem betur fer fyrir Ayovi bætti hann fyrir mistökin síðar í leiknum og Toluca vann leikinn, 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×