Fótbolti

Ótrúleg afmælishátíð hjá Hajduk Split

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Króatíski klúbburinn Hajduk Split átti þann 13. febrúar síðastliðinn 100 ára afmæli og var mikið um fagnaðarlæti í bænum Split.

Klúbburinn sem var fyrst stofnaður af nemum frá bænum Split í borginni Prag í Tékklandi. Þeir fluttu sig síðar yfir til Split og hafa verið staðsettir þar síðan.

Afmælishátíðin hófst nokkrum dögum áður þegar helsti stuðningsmannakjarni liðsins sem kallast Torcida skreytti bæinn með fánum og borðum til heiðurs klúbbsins. Hátíðin náði svo hámarki þann 13. þegar Hajduk spilaði afmælisleik við Slavia Prague.

Seinna um kvöldið var blys og flugeldahátíð skipulögð og var ótrúlegt að sjá afraksturinn, borgin lýstist öll í rauðum lit flugelda og blysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×