Grönkjær: Abramovich kom stundum inn í klefa en sagði ekki orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2011 23:45 Jesper Gronkjær á æfingu með FCK fyrir Chelsea-leikinn á morgun. Mynd/Nordic Photos/Getty Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira
Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira