Enski boltinn

West Ham komið í átta liða úrslit enska bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar
Thomas Hitzlsperger fagnar marki sínu í kvöld.
Thomas Hitzlsperger fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
West Ham tryggði sér leik á móti Stoke í átta liða úrslitum enska bikarsins með öruggum 5-1 sigri á b-deildarliði Burnley á Upton Park í kvöld. Burnley-liðið beit frá sér í fyrri hálfleik en í þeim seinni tók West Ham öll völd á vellinum og tryggði sér sannfærandi sigur.

Robert Green, markvörður West Ham, varði nokkrum sinnum vel frá Burnley-mönnum í fyrri hálfleik en það var Thomas Hitzlsperger sem kom West Ham í 1-0 á 23. mínútu með þrumuskoti fyri utan teig.

Carlton Cole kom West Ham í 3-0 með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks og síðan innsiglaði Winston Reid nánast sigur West Ham með því að koma liðinu í 4-0 á 59. mínútu.

Jay Rodriguez minnkaði muninn á 71. mínútu en West Ham átti lokaorðið í leiknum þegar hinn ungi Freddie Sears skoraði fimmta markið í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×