Fótbolti

Kolbeinn og Jóhann léku í sigri AZ

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kolbeinn og félagar eru komnir í 5. sætið í Hollandi.
Kolbeinn og félagar eru komnir í 5. sætið í Hollandi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann góðan heimasigur gegn Twente, 2-1.

AZ Alkmaar komst yfir á 26. mínútu þegar Theo Janssen skoraði sjálfsmark. Luuk de Jong jafnaði leikinn fyrir Twente skömmu fyrir leikslok en Erik Falkenburg tryggði heimamönnum sigur með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Kolbeinn lék allan leikinn í framlínu AZ en Jóhann var skipt útaf á 79. mínútu. AZ er í 5. sæti með 43 stig og er í baráttu um Evrópusæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×