Fótbolti

Vidic fékk nóg af gagnrýni og hætti með landsliðinu

Varnarmaðurinn Nemanja Vidic hefur staðfest að hann sé hættur að leika með serbneska landsliðinu. Vidic viðraði hugmyndina eftir í að ljós kom að Serbía færi ekki á EM næsta sumar.

"Eftir góðan umhugsunartíma hef ég ákveðið að hætt aað spila með landsliðinu. Aðalástæðan er sú gagnrýni sem ég hef fengið varðandi áhuga minn á að spila fyrir landsliðið," sagði Vidic.

Hinn þrítugi Vidic lék 56 landsleiki fyrir Serbíu og skoraði tvö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×