Íslenski boltinn

Freyr framlengdi við FH

Freyr Bjarnason.
Freyr Bjarnason.
FH-ingar hafa náð samkomulagi við varnarmanninn Frey Bjarnason um nýjan eins árs samning.

Hinn 34 ára gamli Freyr átti fínt sumar með FH-ingum og spilaði 24 af 26 leikjum liðsins.

Freyr hefur verið með stöðugri varnarmönnum FH síðustu ár og Hafnarfjarðarliðið mun njóta krafta Skagamannsins áfram næsta sumar.

Freyr hefur verið í herbúðum FH síðan árið 2001 og spilað tæplega 200 leiki fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×