Enski boltinn

Corinthians búið að missa áhugann á Carlos Tevez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brasilíska félagið Corinthians hefur ekki áhuga á því að reyna að kaupa Argentínumanninn Carlos Tevez frá Manchester City nú þegar dagar Tevez hjá Manchester City eru svo gott sem taldir.

Brasilíumennirnir buðu 35 milljónir punda í Tevez í júlí en ekkert varð af því að Manchester City seldi framherjann sinn til Brasilíu.

Carlos Tevez er í verkbanni eftir að hafa neitað að koma inn á í tapi Manchester City fyrir Bayern Munchen í Meistaradeildinni en leikmaðurinn sjálfur heldur því þó fram að hann hafi aldrei neitað að fara inn á völlinn.

„Eins og er þá erum við ekkert að plana kaupa á Tevez. Við erum að fara setja saman nýtt lið fyrir 2012 og þegar ég talaði við þjálfarann um hvaða leikmenn við þurfum þá var Tevez aldrei nefndur á nafn," sagði Edu, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og nú framkvæmdastjóri brasilíska félagsins.

Carlos Tevez lék með Corinthians í tvö ár áður en hann skellti sér yfir í ensku úrvalsdeildina þar sem sem hann hefur leikið með West Ham, Manchester United og nú síðast Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×