Vægast sagt lélegur með hægri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2011 08:00 Guðmundur Reynir neitar því að hann hugsi mikið um dansinn þegar hann leikur listir sínar með knöttinn. Hann útilokar ekki að danssporin séu í undirmeðvitundinni hjá honum. Mynd/Hag „Það er búið að vera mikið leikjaprógramm. En við mættum alveg tilbúnir í leikinn og náðum að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik úr föstum leikatriðum. Það kláraði þetta. Ég held að fyrsta markið hafi slegið þá út af laginu,“ sagði Guðmundur Reynir um sigurinn gegn Blikum. Guðmundur Reynir, sem allir í póstnúmeri 107 og víðar þekkja sem Mumma, segir stemninguna í leikmannahópi KR ástæðuna fyrir frábærum árangri liðsins í sumar. „Mórallinn er frábær í liðinu og Rúni (Rúnar Kristinsson, þjálfari KR) bæði heldur okkur á tánum og sér til þess að mórallinn sé í lagi. Svo er hann líka frábær í því að leggja upp leikina á réttan hátt,“ segir Mummi. Aðspurður hvort mórallinn sé ekki svo góður vegna þess hve vel gengur segir hann: „Ég myndi segja að við værum að vinna af því að mórallinn og liðsheildin eru svo sterk. En auðvitað gerir það liðsheildina og móralinn enn betri að vinna. En svo er Rúnar auðvitað mjög stór hluti af þessu.“ Mummi hefur komið við sögu í öllum deildarleikjum KR í sumar og spilað einstaklega vel. Líklega aldrei betur. „Ég held ég passi mjög vel inn í liðið. Mér finnst mjög þægilegt að spila með Grétar hægra megin við mig og Skara (Óskar Örn) fyrir framan mig á kantinum. Svo eru miðjumennirnir duglegir að detta í stöðu fyrir mig þegar ég fer fram. Ég er í mjög góðu formi og hef gaman af þessu,“ segir Mummi sem virkar þindarlaus í hlaupum sínum upp og niður völlinn. Hann er sammála því að hlaupin séu hans styrkleiki. „Mér finnst ég vera bestur í því að hlaupa mikið. Ég hleyp mikið í leikjunum og það nýtist mér að þreytast minna en andstæðingurinn. Svo myndi ég segja að ég væri með ágætis hraða og áræðni,“ segir Mummi sem veit hvar hann þarf að bæta sig á vellinum. „Ég get alltaf bætt varnarleikinn. Ég er ekki orðinn 100 prósent í honum en finnst ég samt hafa bætt mig mikið.“ Mummi er örvfættur og blaðamaður spyr Mumma hvort hann geti ekki bætt hægri löppina eitthvað og uppsker hlátur. „Ég mætti líka bæta það. Ég er mjög lélegur með hægri, vægast sagt og nota hægri fótinn í mesta lagi einu sinni til tvisvar í leik,“ segir Mummi og hlær. Haustið 2008 hélt Mummi í atvinnumennsku til GAIS í Svíþjóð. Með í för var Guðjón Baldvinsson en óhætt er að segja að þeir félagar hafi ekki slegið í gegn líkt og þeir hafa gert í KR-búningnum í sumar. „Við Gaui fórum þarna út. Síðan kom nýr þjálfari í fyrsta mánuðinum og við náðum einhvern veginn ekki að slá í gegn undir hans leiðsögn. Fljótlega fór ég aftur að láni til KR. Þetta einhvern veginn gekk bara ekki.“ Undirritaður hleraði vini Mumma í Vesturbænum sem sögðu honum að Mummi væri afar heimakær. Hugsanlega hefði hann engan áhuga á að fara í atvinnumennsku yfir höfuð. „Nei, mig langar nú aftur í atvinnumennsku þó svo mér finnist gott að vera á Íslandi. Ég stefni á að komast aftur út á næstunni. Hvort það verði í ár eða á næsta ári, það verður að koma í ljós,“ segir Mummi sem undanfarið hefur verið orðaður við norska liðið Brann. Vinstri bakvarðarstaða íslenska landsliðsins í knattspyrnu er annáluð vandræðastaða. Miðað við frammistöðu Mumma í sumar gerir hann tilkall til landsliðssætis. „Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér en það hlýtur að vera stefnan hjá öllum knattspyrnumönnum að komast í landsliðið. Ég ætla að sjá hvað gerist í því.“ Mummi er hæfileikaríkur píanóleikari og gaf út sinn fyrsta geisladisk á síðasta ári. „Það er fullrólegt í tónlistinni í augnablikinu. Ég er bara aðeins að trúbadorast. Aðeins að leika mér. Það er ekki von á næstu plötu bráðlega en hún hlýtur að koma einhvern tímann.“ Hann segist lítið hafa gert af því að skemmta í gleðskap með félögum sínum í KR-liðinu. „Nei, við höfum gert lítið af því að detta í gítarstemningu í KR-liðinu. En kannski mæti ég einhvern tímann með gítarinn inn í klefa.“ Mummi er annáluð svefnpurka og mætti halda miðað við sumar sögur að hann hafi varið meiri tíma ævi sinnar sofandi en vakandi. „Mér finnst ágætt að sofa, ég neita því ekki. Sérstaklega í svona æfingaferðum þegar maður hangir uppi á hótelherbergi og hefur ekkert að gera. Þá finnst mér fínt að sofa, “ segir Mummi sem útilokar ekki að svefninn sé ávísun á árangur hans. Það sé hollt fyrir mann að sofa segir hann meir í gríni en alvöru. Líklegt er að Mummi hafi lagt aftur augun í gær en fram undan var síðdegisæfing með óhefðbundnu sniði. „Við förum í spa í World Class. Það er bara lúxus,“ sagði vinstri bakvörðurinn en mikið álag hefur verið á KR-liðinu undanfarið og ekkert lát á því á næstu vikum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
„Það er búið að vera mikið leikjaprógramm. En við mættum alveg tilbúnir í leikinn og náðum að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik úr föstum leikatriðum. Það kláraði þetta. Ég held að fyrsta markið hafi slegið þá út af laginu,“ sagði Guðmundur Reynir um sigurinn gegn Blikum. Guðmundur Reynir, sem allir í póstnúmeri 107 og víðar þekkja sem Mumma, segir stemninguna í leikmannahópi KR ástæðuna fyrir frábærum árangri liðsins í sumar. „Mórallinn er frábær í liðinu og Rúni (Rúnar Kristinsson, þjálfari KR) bæði heldur okkur á tánum og sér til þess að mórallinn sé í lagi. Svo er hann líka frábær í því að leggja upp leikina á réttan hátt,“ segir Mummi. Aðspurður hvort mórallinn sé ekki svo góður vegna þess hve vel gengur segir hann: „Ég myndi segja að við værum að vinna af því að mórallinn og liðsheildin eru svo sterk. En auðvitað gerir það liðsheildina og móralinn enn betri að vinna. En svo er Rúnar auðvitað mjög stór hluti af þessu.“ Mummi hefur komið við sögu í öllum deildarleikjum KR í sumar og spilað einstaklega vel. Líklega aldrei betur. „Ég held ég passi mjög vel inn í liðið. Mér finnst mjög þægilegt að spila með Grétar hægra megin við mig og Skara (Óskar Örn) fyrir framan mig á kantinum. Svo eru miðjumennirnir duglegir að detta í stöðu fyrir mig þegar ég fer fram. Ég er í mjög góðu formi og hef gaman af þessu,“ segir Mummi sem virkar þindarlaus í hlaupum sínum upp og niður völlinn. Hann er sammála því að hlaupin séu hans styrkleiki. „Mér finnst ég vera bestur í því að hlaupa mikið. Ég hleyp mikið í leikjunum og það nýtist mér að þreytast minna en andstæðingurinn. Svo myndi ég segja að ég væri með ágætis hraða og áræðni,“ segir Mummi sem veit hvar hann þarf að bæta sig á vellinum. „Ég get alltaf bætt varnarleikinn. Ég er ekki orðinn 100 prósent í honum en finnst ég samt hafa bætt mig mikið.“ Mummi er örvfættur og blaðamaður spyr Mumma hvort hann geti ekki bætt hægri löppina eitthvað og uppsker hlátur. „Ég mætti líka bæta það. Ég er mjög lélegur með hægri, vægast sagt og nota hægri fótinn í mesta lagi einu sinni til tvisvar í leik,“ segir Mummi og hlær. Haustið 2008 hélt Mummi í atvinnumennsku til GAIS í Svíþjóð. Með í för var Guðjón Baldvinsson en óhætt er að segja að þeir félagar hafi ekki slegið í gegn líkt og þeir hafa gert í KR-búningnum í sumar. „Við Gaui fórum þarna út. Síðan kom nýr þjálfari í fyrsta mánuðinum og við náðum einhvern veginn ekki að slá í gegn undir hans leiðsögn. Fljótlega fór ég aftur að láni til KR. Þetta einhvern veginn gekk bara ekki.“ Undirritaður hleraði vini Mumma í Vesturbænum sem sögðu honum að Mummi væri afar heimakær. Hugsanlega hefði hann engan áhuga á að fara í atvinnumennsku yfir höfuð. „Nei, mig langar nú aftur í atvinnumennsku þó svo mér finnist gott að vera á Íslandi. Ég stefni á að komast aftur út á næstunni. Hvort það verði í ár eða á næsta ári, það verður að koma í ljós,“ segir Mummi sem undanfarið hefur verið orðaður við norska liðið Brann. Vinstri bakvarðarstaða íslenska landsliðsins í knattspyrnu er annáluð vandræðastaða. Miðað við frammistöðu Mumma í sumar gerir hann tilkall til landsliðssætis. „Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér en það hlýtur að vera stefnan hjá öllum knattspyrnumönnum að komast í landsliðið. Ég ætla að sjá hvað gerist í því.“ Mummi er hæfileikaríkur píanóleikari og gaf út sinn fyrsta geisladisk á síðasta ári. „Það er fullrólegt í tónlistinni í augnablikinu. Ég er bara aðeins að trúbadorast. Aðeins að leika mér. Það er ekki von á næstu plötu bráðlega en hún hlýtur að koma einhvern tímann.“ Hann segist lítið hafa gert af því að skemmta í gleðskap með félögum sínum í KR-liðinu. „Nei, við höfum gert lítið af því að detta í gítarstemningu í KR-liðinu. En kannski mæti ég einhvern tímann með gítarinn inn í klefa.“ Mummi er annáluð svefnpurka og mætti halda miðað við sumar sögur að hann hafi varið meiri tíma ævi sinnar sofandi en vakandi. „Mér finnst ágætt að sofa, ég neita því ekki. Sérstaklega í svona æfingaferðum þegar maður hangir uppi á hótelherbergi og hefur ekkert að gera. Þá finnst mér fínt að sofa, “ segir Mummi sem útilokar ekki að svefninn sé ávísun á árangur hans. Það sé hollt fyrir mann að sofa segir hann meir í gríni en alvöru. Líklegt er að Mummi hafi lagt aftur augun í gær en fram undan var síðdegisæfing með óhefðbundnu sniði. „Við förum í spa í World Class. Það er bara lúxus,“ sagði vinstri bakvörðurinn en mikið álag hefur verið á KR-liðinu undanfarið og ekkert lát á því á næstu vikum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira