Enski boltinn

Ferguson hrósar Mancini fyrir það hvernig hann tók á Tevez-málinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson og Roberto Mancini.
Sir Alex Ferguson og Roberto Mancini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, talaði vel um Roberto Mancini, stjóra nágrannanna í City á blaðamannfundi í morgun og Sir Alex hrósaði ítalska stjóranum fyrir það hvernig hann hefur tekið á Tevez-málinu síðustu daga.

Ferguson segir mikilvægt að Mancini hafi tekist strax fast á málinu og ekki leyft Tevez að komast upp með neitt múður. Mancini tilkynnti strax á blaðamannafundinum eftir Bayern Munchen að Tevez myndi ekki spila aftur fyrir sig og daginn eftir var Argentínumaðurinn síðan settur í tveggja vikna verkbann þar sem hann má hvorki æfa né spila með Manchester City liðinu.

„Við höfum allir lent í erfiðleikum í okkar stöðu sem knattspyrnustjórar og við reynum bara að gera okkar besta í að vinna okkur út úr þeim. Það er að mínu mati mikilvægt að halda fastri stjórn á öllu innan félagsins og það er enginn mikilvægari innan félagsins en knattspyrnustjórinn," sagði Sir Alex Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×