Emil Hallfreðsson og félagar í ítalska liðinu Hellas Verona unnu góðan heimasigur, 1-0, á Reggina er þau mættust í ítölsku B-deildinni.
Það var Thomas Pichlmann sem skoraði eina mark leiksins á 28. mínútu. Emil var í byrjunarliði Verona og var tekinn af velli þegar ein mínúta var eftir af leiknum.
Verona er í fimmta sæti deildarinnar. Sjö stigum á eftir toppliði Torino.

