Bologna hoppaði upp í níunda sætið í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er liðið vann sætan útisigur á Juventus, 0-2.
Markalaust var í leikhléi en Marco Di Vaio kom Bologna yfir á 49. mínútu og hann bætti öðru marki við á 66. mínútu.
Juventus er í sjöunda sæti deildarinnar og fjarlægðist drauminn um Meistaradeildarsæti ansi mikið í kvöld.

