Enski boltinn

Blackburn fær bandarískan miðvallarleikmann að láni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Bandaríkjamaðurinn Jermaine Jones hefur verið lánaður til Blackburn frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Schalke.

Jones er 29 ára gamall miðvallarleikmaður sem er fæddur í Þýskalandi en á bandarískan föður. Hann lék þrjá vináttulandsleiki með Þýskalandi á sínum tíma en skipti yfir í bandaríska landsiðið árið 2009. Hann á að baki tvo leiki með Bandaríkjunum.

„Þetta er frábær viðbót við okkar leikmannahóp," sagði Steve Kean, stjóri Blackburn. „Hann er góður að vinna bolta og gefur góðar sendingar. Hann er góður alhliða miðvallarleikmaður."

Blackburn fékk nýverið Roque Santa Cruz frá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×