Arsenal og Bayern München áfram Elvar Geir Magnússon skrifar 9. mars 2010 18:24 Nicklas Bendtner skoraði þrennu í kvöld og bætti upp fyrir öll klúðrin um síðustu helgi. Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira