Valur Fannar: Vitum ekkert hvað við erum að fara út í Hjalti Þór Hreinsson skrifar 30. júní 2010 08:00 Valur Fannar í leik gegn Fram á sunnudaginn. Fréttablaðið/Valli Fylkismenn eru mættir til Hvíta-Rússlands þar sem þeir mæta Zhodino í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun. „Þetta var bara flug til Berlínar og svo í einn og hálfan tíma til Minsk. Þetta er alls ekki erfitt ferðalag og það væsir ekkert um okkur hér. Þetta lítur allt mjög vel út og betur en margur áætlar. Við vorum reyndar í tvo tíma að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið en það er nokkuð eðlilegt hérna skilst mér,“ sagði fyrirliðinn, Valur Fannar Gíslason. Það er mikið álag á liðinu sem spilaði gegn Grindavík á sunnudag þar sem liðið vann 2-1, það spilar svo á morgun og næst á sunnudaginn. „Sá leikur gæti reyndar verið færður fram á mánudaginn en það skiptir ekki öllu máli, við eigum leik strax á fimmtudeginum eftir það en við vissum alltaf að þetta yrði svona,“ sagði Valur og liðið leikur því fjóra leiki á tólf dögum. Allir skiluðu sér með skó og farangur en liðið æfir í dag en var í fríi í gærkvöldi. Valur veit nákvæmlega ekkert um andstæðinginn og því fara Fylkismenn hálfblindir inn í leikinn. „Þeir hafa unnið tvo leiki af níu í deildinni og eru frekar neðarlega þar. Þeir komust í keppnina af því þeir spiluðu bikarúrslitaleik við BATE en töpuðu samt,“ sagði Valur og bætti við að það væri lítið að finna á Youtube af liðinu. „Það frægasta sem við fundum var að dómari sem dæmdi einu sinni fullur dæmdi leik hjá þeim. Fjalar markmaður fann þetta á Netinu. En annars vitum við það lítið að við ætlum bara að fara rólega inn í leikinn, við vitum að hér er hefð fyrir góðum knattspyrnumönnum." "Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í og byrjum rólega en breytum svo bara ef við þurfum,“ sagði Valur Fannar. Íslenski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Fylkismenn eru mættir til Hvíta-Rússlands þar sem þeir mæta Zhodino í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun. „Þetta var bara flug til Berlínar og svo í einn og hálfan tíma til Minsk. Þetta er alls ekki erfitt ferðalag og það væsir ekkert um okkur hér. Þetta lítur allt mjög vel út og betur en margur áætlar. Við vorum reyndar í tvo tíma að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið en það er nokkuð eðlilegt hérna skilst mér,“ sagði fyrirliðinn, Valur Fannar Gíslason. Það er mikið álag á liðinu sem spilaði gegn Grindavík á sunnudag þar sem liðið vann 2-1, það spilar svo á morgun og næst á sunnudaginn. „Sá leikur gæti reyndar verið færður fram á mánudaginn en það skiptir ekki öllu máli, við eigum leik strax á fimmtudeginum eftir það en við vissum alltaf að þetta yrði svona,“ sagði Valur og liðið leikur því fjóra leiki á tólf dögum. Allir skiluðu sér með skó og farangur en liðið æfir í dag en var í fríi í gærkvöldi. Valur veit nákvæmlega ekkert um andstæðinginn og því fara Fylkismenn hálfblindir inn í leikinn. „Þeir hafa unnið tvo leiki af níu í deildinni og eru frekar neðarlega þar. Þeir komust í keppnina af því þeir spiluðu bikarúrslitaleik við BATE en töpuðu samt,“ sagði Valur og bætti við að það væri lítið að finna á Youtube af liðinu. „Það frægasta sem við fundum var að dómari sem dæmdi einu sinni fullur dæmdi leik hjá þeim. Fjalar markmaður fann þetta á Netinu. En annars vitum við það lítið að við ætlum bara að fara rólega inn í leikinn, við vitum að hér er hefð fyrir góðum knattspyrnumönnum." "Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í og byrjum rólega en breytum svo bara ef við þurfum,“ sagði Valur Fannar.
Íslenski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira