Valur Fannar: Vitum ekkert hvað við erum að fara út í Hjalti Þór Hreinsson skrifar 30. júní 2010 08:00 Valur Fannar í leik gegn Fram á sunnudaginn. Fréttablaðið/Valli Fylkismenn eru mættir til Hvíta-Rússlands þar sem þeir mæta Zhodino í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun. „Þetta var bara flug til Berlínar og svo í einn og hálfan tíma til Minsk. Þetta er alls ekki erfitt ferðalag og það væsir ekkert um okkur hér. Þetta lítur allt mjög vel út og betur en margur áætlar. Við vorum reyndar í tvo tíma að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið en það er nokkuð eðlilegt hérna skilst mér,“ sagði fyrirliðinn, Valur Fannar Gíslason. Það er mikið álag á liðinu sem spilaði gegn Grindavík á sunnudag þar sem liðið vann 2-1, það spilar svo á morgun og næst á sunnudaginn. „Sá leikur gæti reyndar verið færður fram á mánudaginn en það skiptir ekki öllu máli, við eigum leik strax á fimmtudeginum eftir það en við vissum alltaf að þetta yrði svona,“ sagði Valur og liðið leikur því fjóra leiki á tólf dögum. Allir skiluðu sér með skó og farangur en liðið æfir í dag en var í fríi í gærkvöldi. Valur veit nákvæmlega ekkert um andstæðinginn og því fara Fylkismenn hálfblindir inn í leikinn. „Þeir hafa unnið tvo leiki af níu í deildinni og eru frekar neðarlega þar. Þeir komust í keppnina af því þeir spiluðu bikarúrslitaleik við BATE en töpuðu samt,“ sagði Valur og bætti við að það væri lítið að finna á Youtube af liðinu. „Það frægasta sem við fundum var að dómari sem dæmdi einu sinni fullur dæmdi leik hjá þeim. Fjalar markmaður fann þetta á Netinu. En annars vitum við það lítið að við ætlum bara að fara rólega inn í leikinn, við vitum að hér er hefð fyrir góðum knattspyrnumönnum." "Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í og byrjum rólega en breytum svo bara ef við þurfum,“ sagði Valur Fannar. Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
Fylkismenn eru mættir til Hvíta-Rússlands þar sem þeir mæta Zhodino í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun. „Þetta var bara flug til Berlínar og svo í einn og hálfan tíma til Minsk. Þetta er alls ekki erfitt ferðalag og það væsir ekkert um okkur hér. Þetta lítur allt mjög vel út og betur en margur áætlar. Við vorum reyndar í tvo tíma að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið en það er nokkuð eðlilegt hérna skilst mér,“ sagði fyrirliðinn, Valur Fannar Gíslason. Það er mikið álag á liðinu sem spilaði gegn Grindavík á sunnudag þar sem liðið vann 2-1, það spilar svo á morgun og næst á sunnudaginn. „Sá leikur gæti reyndar verið færður fram á mánudaginn en það skiptir ekki öllu máli, við eigum leik strax á fimmtudeginum eftir það en við vissum alltaf að þetta yrði svona,“ sagði Valur og liðið leikur því fjóra leiki á tólf dögum. Allir skiluðu sér með skó og farangur en liðið æfir í dag en var í fríi í gærkvöldi. Valur veit nákvæmlega ekkert um andstæðinginn og því fara Fylkismenn hálfblindir inn í leikinn. „Þeir hafa unnið tvo leiki af níu í deildinni og eru frekar neðarlega þar. Þeir komust í keppnina af því þeir spiluðu bikarúrslitaleik við BATE en töpuðu samt,“ sagði Valur og bætti við að það væri lítið að finna á Youtube af liðinu. „Það frægasta sem við fundum var að dómari sem dæmdi einu sinni fullur dæmdi leik hjá þeim. Fjalar markmaður fann þetta á Netinu. En annars vitum við það lítið að við ætlum bara að fara rólega inn í leikinn, við vitum að hér er hefð fyrir góðum knattspyrnumönnum." "Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í og byrjum rólega en breytum svo bara ef við þurfum,“ sagði Valur Fannar.
Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira