Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til 23. apríl 2010 05:30 Á Gatwick-flugvelli við London fagnaði Grace Taylor kærastanum sínum, honum Jan Barcikowski, sem komst loks frá Íslandi eftir margra daga töf. Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Æ fleiri hafa gagnrýnt ósveigjanleika bannsins, sem byggt var á ráðgjöf bresku veðurstofunnar í samræmi við varúðarreglur evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol. Á mánudaginn brugðust samgönguráðherrar Evrópuríkja við þessari gagnrýni, í samræmi við ráðleggingar Eurocontrol, með því að breyta hættumatinu sem bannið var byggt á, þannig að ekki verði miðað við spá um dreifingu öskunnar í loftrýminu heldur verði byggt á því hvar ösku hefði í reynd orðið vart. „Í reyndinni fór það samt svo að spálíkönin eru áfram notuð, en magnið á þeirri ösku sem má vera í loftrýminu hefur verið aukið. Öryggismörkin hafa sem sagt verið færð aðeins til,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugstoða. „Þetta var unnið mjög hratt auðvitað og undir verulegum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi. Það fór ekki á milli mála,“ segir Ásgeir, „en út frá tilraunaflugi og öðrum upplýsingum telja menn sig samt hafa næga vissu til að segja að öryggi sé ekki stefnt í hættu. Hins vegar getur þetta haft áhrif á viðhald á vélum.“ Ásgeir segir að á milli þess svæðis, þar sem veruleg hætta er talin á ferðum, og þess svæðis sem er alveg laust við ösku, sé nú komið svæði þar sem flug er leyft með ströngum kröfum um stífara viðhald á vélum og hreyflum, meðal annars þannig að skoðanir fyrir og eftir flug verði nákvæmari. Þetta var meðal annars hægt að gera vegna þess að vélaframleiðendur veittu loks nákvæmari upplýsingar en þeir höfðu áður viljað veita um það hvað vélarnar þola í raun mikið. „Þess vegna var að sumra mati miðað við of lágan þröskuld,“ segir Ásgeir. Næstu vikur er síðan meiningin að leggja lokahönd á nýjar viðbúnaðaráætlanir vegna öskudreifingar, sem byggðar verði á mælingum og reynslu. gudsteinn@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Æ fleiri hafa gagnrýnt ósveigjanleika bannsins, sem byggt var á ráðgjöf bresku veðurstofunnar í samræmi við varúðarreglur evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol. Á mánudaginn brugðust samgönguráðherrar Evrópuríkja við þessari gagnrýni, í samræmi við ráðleggingar Eurocontrol, með því að breyta hættumatinu sem bannið var byggt á, þannig að ekki verði miðað við spá um dreifingu öskunnar í loftrýminu heldur verði byggt á því hvar ösku hefði í reynd orðið vart. „Í reyndinni fór það samt svo að spálíkönin eru áfram notuð, en magnið á þeirri ösku sem má vera í loftrýminu hefur verið aukið. Öryggismörkin hafa sem sagt verið færð aðeins til,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugstoða. „Þetta var unnið mjög hratt auðvitað og undir verulegum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi. Það fór ekki á milli mála,“ segir Ásgeir, „en út frá tilraunaflugi og öðrum upplýsingum telja menn sig samt hafa næga vissu til að segja að öryggi sé ekki stefnt í hættu. Hins vegar getur þetta haft áhrif á viðhald á vélum.“ Ásgeir segir að á milli þess svæðis, þar sem veruleg hætta er talin á ferðum, og þess svæðis sem er alveg laust við ösku, sé nú komið svæði þar sem flug er leyft með ströngum kröfum um stífara viðhald á vélum og hreyflum, meðal annars þannig að skoðanir fyrir og eftir flug verði nákvæmari. Þetta var meðal annars hægt að gera vegna þess að vélaframleiðendur veittu loks nákvæmari upplýsingar en þeir höfðu áður viljað veita um það hvað vélarnar þola í raun mikið. „Þess vegna var að sumra mati miðað við of lágan þröskuld,“ segir Ásgeir. Næstu vikur er síðan meiningin að leggja lokahönd á nýjar viðbúnaðaráætlanir vegna öskudreifingar, sem byggðar verði á mælingum og reynslu. gudsteinn@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent