Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:18 Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis. Fréttablaðið/Valli Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo. Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo.
Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira