Enski boltinn

Vandræðabarnið Balotelli á leiðinni í enska boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/AFP
Mario Balotelli er kominn á sölulista hjá Inter Milan eftir hegðun sína í lok fyrri undanúrslitaleiks Meistaradeildarinnar á móti Barcelona og enska blaðið Daily Mail skrifar um það í dag að miklar líkur séu á því að hann sé á leiðinni í enska boltann.

Manchester City og Arsenal hafa víst bæði áhuga á fá þennan hæfileikaríka strák til síns en Jose Mourinho, þjálfar Inter, hefur gefist upp á hegðun hans sem þykir einstaklega barnaleg á köflum.

Chelsea og FC Barcelona höfðu bæði áhuga á Balotelli en hafa nú misst áhugann á að fá til sína vandræðabarnið.

Mario Balotelli er gríðarlega hæfileikaríkur en hann er enn bara 19 ára gamall. Mario Balotelli hefur bæði hæðina (190 sm), hraðann og tæknina til að verða frábær leikmaður en hausinn er búinn að spilla mikið fyrir honum síðustu misserin hjá Inter.

Þrátt fyrir öll vandræðin þá hefur Mario Balotelli skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 24 deildarleikjum með Inter á þessu tímabili og hefur þegar bætt tölfræði sína frá því á síðasta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×