Enski boltinn

Barcelona býður Liverpool Hleb og pening fyrir Mascherano

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aliaksandr Hleb í leik með Stuttgart á móti Barcelona á síðustu leiktíð.
Aliaksandr Hleb í leik með Stuttgart á móti Barcelona á síðustu leiktíð. Mynd/AFP
Það verður ekkert úr því að Javier Mascherano fari frá Liverpool til ítalska liðsins Internazionale en argentínski landsliðsmaðurinn er þess í stað orðaður sterklega við spænsku meistarana í Barcelona í spænska blaðinu El Mundo Deportivo í dag.

Massimo Moratti, forseti Internazionale, sagði í gær að félagið hefði ekki efni á Mascherano í viðtölum við ítalska fjölmiðla en flestir bjuggust við að Mascherano myndi fylgja Rafel Benitez til Inter.

Það sem eykur líkurnar á að Javier Mascherano fari frá Anfield til Katalóníu er að Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur mikinn áhuga á því að fá Aliaksandr Hleb til sín.

Liverpool vill fá 20 milljónir punda fyrir Javier Mascherano en tilboð Barca gæti hljóðað upp á tíu milljónir punda plús Hvít-Rússann snjalla Aliaksandr Hleb í kaupbæti.

Aliaksandr Hleb hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Barcelona síðan að hann kom þangað frá Arsenal og var í láni hjá Stuttgart á síðasta tímabili.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.