Sölvi Geir: Fæ vonandi prósentur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2010 22:11 Sölvi skorar markið mikilvæga í kvöld. Nordic Photos / Getty Images „Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt," sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sölvi skoraði eina markið í 1-0 sigri FCK á norska liðinu Rosenborg í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. Samanlögð úrslit voru 2-2 en FCK komst áfram á útivallarmarki. „Það var gríðarlega mikið undir í þessum leik en við hefðum átt að klára hann í fyrri hálfleik. Þá átti við að ég held sautján skot að marki. Við hreinlega völtuðum yfir þá en við vorum klaufar að nýta ekki færin," sagði Sölvi við Vísi. „Þeir tjölduðu svo öllu til í síðari hálfleik og áttu eitt skot í slána. En við héldum núllinu og gríðarlega mikill léttir og fögnuður í leikslok." Hann segir ávallt gaman að skora en þetta var reyndar hans fyrsta mark fyrir félagið síðan kom til þess fyrr á árinu. „Það er ekki verra fyrst markið reyndist svona dýrmætt. Mér skilst að félagið fái 150 milljónir danskra króna (rúmir þrír milljarðar króna) fyrir að komast áfram. Það væri svo sem ekki verra að fá einhverjar prósentur af þessu," sagði hann og hló. „En aðalmálið er að við erum komnir áfram og við erum gríðarlega stoltir af því og hlökkum til." Dregið verður í riðlakeppnina á morgun og viðbúið að FCK mæti þar stórliði. „Við viljum samt gera góða hluti í riðlinum og þess vegna komast áfram. Það væri því ágætt að fá eitt gott lið og taka svo bara annað sætið. Það eru spennandi tímar framundan og það ríkir mikil tilhlökkun." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
„Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt," sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sölvi skoraði eina markið í 1-0 sigri FCK á norska liðinu Rosenborg í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. Samanlögð úrslit voru 2-2 en FCK komst áfram á útivallarmarki. „Það var gríðarlega mikið undir í þessum leik en við hefðum átt að klára hann í fyrri hálfleik. Þá átti við að ég held sautján skot að marki. Við hreinlega völtuðum yfir þá en við vorum klaufar að nýta ekki færin," sagði Sölvi við Vísi. „Þeir tjölduðu svo öllu til í síðari hálfleik og áttu eitt skot í slána. En við héldum núllinu og gríðarlega mikill léttir og fögnuður í leikslok." Hann segir ávallt gaman að skora en þetta var reyndar hans fyrsta mark fyrir félagið síðan kom til þess fyrr á árinu. „Það er ekki verra fyrst markið reyndist svona dýrmætt. Mér skilst að félagið fái 150 milljónir danskra króna (rúmir þrír milljarðar króna) fyrir að komast áfram. Það væri svo sem ekki verra að fá einhverjar prósentur af þessu," sagði hann og hló. „En aðalmálið er að við erum komnir áfram og við erum gríðarlega stoltir af því og hlökkum til." Dregið verður í riðlakeppnina á morgun og viðbúið að FCK mæti þar stórliði. „Við viljum samt gera góða hluti í riðlinum og þess vegna komast áfram. Það væri því ágætt að fá eitt gott lið og taka svo bara annað sætið. Það eru spennandi tímar framundan og það ríkir mikil tilhlökkun."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira