Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Erla Hlynsdóttir skrifar 15. október 2010 15:19 Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, er ekki sammála mati sjálfstæðismanna Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október. Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október.
Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47