Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Erla Hlynsdóttir skrifar 15. október 2010 15:19 Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, er ekki sammála mati sjálfstæðismanna Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október. Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október.
Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47