Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Erla Hlynsdóttir skrifar 15. október 2010 15:19 Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, er ekki sammála mati sjálfstæðismanna Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október. Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október.
Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47