Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp 25. mars 2010 06:00 Ásgerður Jóna hjá fjölskylduhjálp .... Fréttablaðið/GVA Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði