Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp 25. mars 2010 06:00 Ásgerður Jóna hjá fjölskylduhjálp .... Fréttablaðið/GVA Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira