Fór vopnaður í vettvangsferð fyrr um kvöldið 22. nóvember 2010 18:06 Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun. Þetta kemur fram í játningu Gunnars Rúnars hjá lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar lýsir hann atburðarrásinni aðfaranótt sunnudagsins 15.ágúst, sem hófst með því að hann fór í bíltúr um Hafnarfjörðinn rétt fyrir miðnætti. Gunnar Rúnar stoppaði við verslun 10-11 í Setberginu í Hafnarfirði, lagði bílnum og fór í gönguferð um hverfið. Hann var með hnífinn á sér og segist hafa verið að reyna stoppa sjálfan sig. Skyndilega man hann þá eftir því að Hannes er ekki heima og hættir því við. Hannes var þá staddur á tónleikum Bubba Morthens í Vogum á Vatsnleysuströnd ásamt kærustu sinni. Í yfirheyrslunni spyr lögreglumaður hverju hann hafi velt fyrir sér á göngu sinni um hverfið. Og Gunnar svarar: „...Ég er að pæla hvort ég eigi að gera þetta eða hvort ég eigi ekki að gera þetta. Ég hef verið að pæla í þessu mjög mikið hvort ég ætti að drepa hann Hannes, en ég hef alltaf stoppað mig en samt er ég farinn að ganga lengra og lengra. Þetta kvöld á þessum tíma þegar ég var á þessum göngutúri þá náði ég að stoppa mig og líka það að ég vissi það að það var örugglega enginn heima." Gunnar ákveður því að keyra niður í miðbæ Reykjavíkur, reyna að gleyma þessu og fá sér í glas. Hann endar síðan einn með kærustu Hannesar, þau drekka mikið magn áfengis, og hann keyrir drukkin heim til sín, en kærastan lá áfengisdauð í framsætinu. Þegar heim er komið heldur hann á kærustunni inn til sín og kemur henni fyrir í rúmi sínu, skiptir um föt, fer út í bíl og ákveður að láta til skara skríða. Á milli klukkan sjö og átta um morguninn leggur hann bílnum við leikskóla í Setbergshverfinu, fer í úlpuna og tekur með sér poka með dótinu sem hann þurfti. Hann gengur upp þennan göngustíg, stoppar við ljósastaur og gerir sig kláran fyrir morðið. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun. Þetta kemur fram í játningu Gunnars Rúnars hjá lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar lýsir hann atburðarrásinni aðfaranótt sunnudagsins 15.ágúst, sem hófst með því að hann fór í bíltúr um Hafnarfjörðinn rétt fyrir miðnætti. Gunnar Rúnar stoppaði við verslun 10-11 í Setberginu í Hafnarfirði, lagði bílnum og fór í gönguferð um hverfið. Hann var með hnífinn á sér og segist hafa verið að reyna stoppa sjálfan sig. Skyndilega man hann þá eftir því að Hannes er ekki heima og hættir því við. Hannes var þá staddur á tónleikum Bubba Morthens í Vogum á Vatsnleysuströnd ásamt kærustu sinni. Í yfirheyrslunni spyr lögreglumaður hverju hann hafi velt fyrir sér á göngu sinni um hverfið. Og Gunnar svarar: „...Ég er að pæla hvort ég eigi að gera þetta eða hvort ég eigi ekki að gera þetta. Ég hef verið að pæla í þessu mjög mikið hvort ég ætti að drepa hann Hannes, en ég hef alltaf stoppað mig en samt er ég farinn að ganga lengra og lengra. Þetta kvöld á þessum tíma þegar ég var á þessum göngutúri þá náði ég að stoppa mig og líka það að ég vissi það að það var örugglega enginn heima." Gunnar ákveður því að keyra niður í miðbæ Reykjavíkur, reyna að gleyma þessu og fá sér í glas. Hann endar síðan einn með kærustu Hannesar, þau drekka mikið magn áfengis, og hann keyrir drukkin heim til sín, en kærastan lá áfengisdauð í framsætinu. Þegar heim er komið heldur hann á kærustunni inn til sín og kemur henni fyrir í rúmi sínu, skiptir um föt, fer út í bíl og ákveður að láta til skara skríða. Á milli klukkan sjö og átta um morguninn leggur hann bílnum við leikskóla í Setbergshverfinu, fer í úlpuna og tekur með sér poka með dótinu sem hann þurfti. Hann gengur upp þennan göngustíg, stoppar við ljósastaur og gerir sig kláran fyrir morðið.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira