Francesco Totti missti algjörlega stjórn á skapi sínu í bikarúrslitaleik AS Roma og Inter í gær sem Inter vann.
Hann sparkaði þá af öllu afli í Mario Balotelli, framherja Inter, og uppskar beint rautt spjald fyrir. Atvikið átti sér stað er tvær mínútur voru eftir af leiknum.
Totti viðurkenndi að hafa misst stjórn á skapi sínu en sagði Balotelli ekki vera alsaklausan.
„Það er ekki hægt að hunsa ítrekaðar, alvarlegar móðganir á vellinum. Sérstaklega ekki frá manni sem hefur ekki efni á því að rífa kjaft," sagði Totti en Balotelli á að hafa móðgað Rómverja hvað eftir annað í leiknum.
Hægt er að sjá sparkið hjá Totti hér.