Enski boltinn

Chelsea er líka skemmtilegt lið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Franski vængmaðurinn Florent Malouda hjá Chelsea segir að það megi gjarnan hrósa liðinu meira fyrir sóknarboltann sem það spilar.

Chelsea hefur byrjað tímabilið með fáheyrðum látum og unnið fyrstu tvo leiki sína 6-0.

Chelsea setti nýtt markamet í deildinni á síðustu leiktíð og Malouda skilur ekkert í því af hverju það sé ekki talað um að Chelsea sé jafn skemmtilegt lið og Man. Utd og Arsenal.

"Ég skil ekkert í því af hverju það sé alltaf talað um að Man. Utd og Arsenal spili besta fótboltann. Þó svo við hefðum endað fyrir ofan Arsenal var samt talað um að Arsenal væri betra en við," sagði Malouda.

"Okkur nægir ekki lengur að vinna leikina 1-0. Við erum komnir með rosalegt drápseðli og viljum virkilega ganga frá leikjum. Við höldum þess utan mjög oft hreinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×