Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá menn í Reykjanesbæ fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti, einn þremenninganna fyrir að hóta að skera börn tveggja lögreglumanna á háls og annan þeirra fyrir hrækja í andlit og á höfuð lögreglumanns. Öll áttu brotin sér stað á síðasta ári.
Einum mannanna, sem er á fertugsaldri er gefið að sök að hafa í júní 2009 á skemmtistaðnum Officeraklúbbnum slegið lögreglumann sem þar var við skyldustörf, með báðum höndum í brjóstkassann.
Í lögreglubifreið á leið á lögreglustöð og á stöðinni sjálfri hótaði maðurinn þremur lögreglumönnum ítrekað lífláti.
Hinir tveir sem ákærðir hafa verið eru um tvítugt. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa á akbrautinni við Hringbraut í Reykjanesbæ hótað þremur lögreglumönnum, sem þar voru við skyldustörf, lífláti.
Hinn er ákærður fyrir að hafa á sama stað hrækt tvisvar sinnum í andlit og á höfuð lögreglumanns og hótað honum og öðrum lögreglumanni lífláti. Jafnframt að hafa skömmu síðar, í lögreglubifreið á leið á lögreglustöðina við Hringbraut 130, hótað tveim lögreglumönnum lífláti og að skera börn þeirra á háls, eins og segir í ákæru.
Hrottalegar líflátshótanir

Mest lesið







Hvalfjarðargöng opin á ný
Innlent


Líkamsárás í farþegaskipi
Innlent

Virknin minnkað þó áfram gjósi
Innlent