Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, er hræddur um að Ítalir eigi á hættu að missa eitt Meistaradeildarsæti sitt til Þjóðverja.
Ítalska deildin er ein af þremur deildum, ásamt þeirri ensku og þeirri spænsku, sem hefur fengið fjögur sæti í Meistaradeildinni á hverju tímabili.
„Við vorum með minna en 0,5 stig í forskot á Þjóðverja fyrir tímabilið og það er orðið nokkuð ljóst að við missum sætið okkar frá og með árinu 2012. Við gætum jafnvel misst sætið okkar 2011," sagði Adriano Galliani.
UEFA-indexinn er reiknaður út frá gengi lið hverrar þjóðar í Evrópukeppnunum á undanförnum fimm árum og það er ákveðið út frá þeim stuðli hversu mörg lið frá hverri þjóð fá að taka þátt í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.
Fjöldi liða frá þjóðum í Meistaradeildinni 2009-2010:
4 lið (England, Spánn, Ítalía)
3 lið (Þýskaland, Frakkland, Rússland)
2 lið (Úkraína, Rúmenía, Portúgal, Holland, Tyrkland, Grikkland, Sviss, Belgía, Danmörk)
Ítalir að missa eitt Meistaradeildarsæti sitt til Þjóðverja
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn



Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


