Sóknarmaðurinn Raúl hjá Real Madrid, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla á hné. Raúl er 32 ára og meiddist í El Clasico um helgina.
Raúl hefur mestmegnis mátt verma varamannabekkinn á þessu tímabili en hann er þó í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Real.
