Jafntefli hjá ensku liðunum en stórsigrar hjá þeim spænsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2010 20:38 Wayne Rooney náði sér ekki á strik í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira