Innlent

Bíður umræðu á þingi

Guðbjartur hannesson
Guðbjartur hannesson
Guðbjartur Hannesson, ráðherra Samfylkingarinnar, var búinn að lesa stóran hluta skýrslunnar þegar náðist í hann í gærkvöldi. „Ég ætla að fara vel yfir hana og hlusta á alla umræðuna á morgun og draga mínar ályktanir þegar ég er búinn að fara vel yfir málsatvik og rökstuðning.“

Inntur eftir skoðun sinni á ákæru ráðherranna fjögurra fyrir landsdómi segir Guðbjartur: „Ég ætla að heyra hvernig menn rökstyðja þetta á morgun og á hverju afstaðan er byggð. Ég hef ekki haft tækifæri til að heyra það frá öllum en mér skilst að nefndarmenn fái að tjá sig og þá hlusta ég á það.“ - mmf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×