Louis van Gaal, þjálfari Bayern Munchen, viðurkenndi það í dag að hann væri feginn að sleppa við það að mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer í Madrid 22. maí næstkomandi.
Inter sló út Evrópumeistarana á Camp Nou í gærkvöldi en 1-0 sigur var ekki nóg fyrir Barcelona-liðið sem tapaði fyrri leiknum 3-1 í Mílanó.
„Við eigum meiri möguleika á móti Inter heldur en gegn Barca. Inter spilar ekki eins mikinn sóknarbolta og Barcelona," sagði Louis van Gaal sem er einn af lærifeðrum Jose Mourinho, þjálfara Inter, sem vann sem túlkur og tölfræðingur hjá honum í Barcelona.
„Hann er vinur minn og einstakur þjálfari," sagði Louis van Gaal um Jose Mourinho. Báðir eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna með sínum félögum og að hafa fengið mikla gagnrýni á sig á tímabilinu í fjölmiðlum heima fyrir.
Þjálfari Bayern feginn að mæta Inter frekar en Barcelona
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

