Hótaði nauðgunum 29. apríl 2010 05:30 Catalina Mikue Ncogo bíður nú dóms. Hún er meðal annars sökuð um mansal, hagnýtingu vændissölu, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og hótanir. Fréttablaðið/Vilhelm Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um þau sakarefni sem Catalina skuli ákærð fyrir. Ein þeirra kvenna sem Catalina er ákærð fyrir að hafa beitt mansali, harðræði og hótunum hefur lýst hvernig Catalina kúgaði hana til vændis sem sú síðarnefnda hafði framfærslu og viðurværi af. Það gerði hún með því að „hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændisstarfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu“. Í greinargerðinni segir enn fremur að Catalina hafi tekið af konunni vegabréf og peninga. Þá hafi hún beitt hana blekkingum er hún sagði henni að hún væri valdamikil hér á landi og hefði mikil áhrif innan löggæslustofnana og glæpaheimsins á Íslandi og gæti því látið glæpamenn nauðga henni hlýddi hún sér ekki. Þetta gerði hún í skjóli þess að konan þekkti ekkert til hér á landi. Í greinargerðinni segir að hún hafi hótað fleiri fórnarlömbum vændissölunnar með sama hætti. Í greinargerðinni segir að Catalina hafi haldið ofangreindri konu nauðugri í íbúð sinni svo vikum skipti. Þegar konan komst loks út og mætti með lögreglu til að sækja vegabréf sitt, sló Catalina hana í höfuðið. Annað fórnarlamb hárreytti hún og sló hún með rafmagnssnúru í andlitið. Hún er ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns. jss@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um þau sakarefni sem Catalina skuli ákærð fyrir. Ein þeirra kvenna sem Catalina er ákærð fyrir að hafa beitt mansali, harðræði og hótunum hefur lýst hvernig Catalina kúgaði hana til vændis sem sú síðarnefnda hafði framfærslu og viðurværi af. Það gerði hún með því að „hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændisstarfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu“. Í greinargerðinni segir enn fremur að Catalina hafi tekið af konunni vegabréf og peninga. Þá hafi hún beitt hana blekkingum er hún sagði henni að hún væri valdamikil hér á landi og hefði mikil áhrif innan löggæslustofnana og glæpaheimsins á Íslandi og gæti því látið glæpamenn nauðga henni hlýddi hún sér ekki. Þetta gerði hún í skjóli þess að konan þekkti ekkert til hér á landi. Í greinargerðinni segir að hún hafi hótað fleiri fórnarlömbum vændissölunnar með sama hætti. Í greinargerðinni segir að Catalina hafi haldið ofangreindri konu nauðugri í íbúð sinni svo vikum skipti. Þegar konan komst loks út og mætti með lögreglu til að sækja vegabréf sitt, sló Catalina hana í höfuðið. Annað fórnarlamb hárreytti hún og sló hún með rafmagnssnúru í andlitið. Hún er ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns. jss@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira