Hótaði nauðgunum 29. apríl 2010 05:30 Catalina Mikue Ncogo bíður nú dóms. Hún er meðal annars sökuð um mansal, hagnýtingu vændissölu, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og hótanir. Fréttablaðið/Vilhelm Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um þau sakarefni sem Catalina skuli ákærð fyrir. Ein þeirra kvenna sem Catalina er ákærð fyrir að hafa beitt mansali, harðræði og hótunum hefur lýst hvernig Catalina kúgaði hana til vændis sem sú síðarnefnda hafði framfærslu og viðurværi af. Það gerði hún með því að „hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændisstarfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu“. Í greinargerðinni segir enn fremur að Catalina hafi tekið af konunni vegabréf og peninga. Þá hafi hún beitt hana blekkingum er hún sagði henni að hún væri valdamikil hér á landi og hefði mikil áhrif innan löggæslustofnana og glæpaheimsins á Íslandi og gæti því látið glæpamenn nauðga henni hlýddi hún sér ekki. Þetta gerði hún í skjóli þess að konan þekkti ekkert til hér á landi. Í greinargerðinni segir að hún hafi hótað fleiri fórnarlömbum vændissölunnar með sama hætti. Í greinargerðinni segir að Catalina hafi haldið ofangreindri konu nauðugri í íbúð sinni svo vikum skipti. Þegar konan komst loks út og mætti með lögreglu til að sækja vegabréf sitt, sló Catalina hana í höfuðið. Annað fórnarlamb hárreytti hún og sló hún með rafmagnssnúru í andlitið. Hún er ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns. jss@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um þau sakarefni sem Catalina skuli ákærð fyrir. Ein þeirra kvenna sem Catalina er ákærð fyrir að hafa beitt mansali, harðræði og hótunum hefur lýst hvernig Catalina kúgaði hana til vændis sem sú síðarnefnda hafði framfærslu og viðurværi af. Það gerði hún með því að „hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændisstarfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu“. Í greinargerðinni segir enn fremur að Catalina hafi tekið af konunni vegabréf og peninga. Þá hafi hún beitt hana blekkingum er hún sagði henni að hún væri valdamikil hér á landi og hefði mikil áhrif innan löggæslustofnana og glæpaheimsins á Íslandi og gæti því látið glæpamenn nauðga henni hlýddi hún sér ekki. Þetta gerði hún í skjóli þess að konan þekkti ekkert til hér á landi. Í greinargerðinni segir að hún hafi hótað fleiri fórnarlömbum vændissölunnar með sama hætti. Í greinargerðinni segir að Catalina hafi haldið ofangreindri konu nauðugri í íbúð sinni svo vikum skipti. Þegar konan komst loks út og mætti með lögreglu til að sækja vegabréf sitt, sló Catalina hana í höfuðið. Annað fórnarlamb hárreytti hún og sló hún með rafmagnssnúru í andlitið. Hún er ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns. jss@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira