Mourinho: Ég mun aldrei þjálfa Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2010 11:15 Jose Mourinho fagnaði vel og innilega eftir leikinn í gær. Nordic Photos / AFP Jose Mourinho segist gera sér grein fyrir því að hann muni aldrei taka við liði Barcelona á sínum þjálfaraferli. Mourinho er nú knattspyrnustjóri Inter sem sló Barcelona úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 1-0 tap í leik liðanna í gær. Inter vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 3-1, og þar með samanlagðan 3-2 sigur. Portúgalski þjálfarinn fagnaði mikið í leikslok, stuðningsmönnum Barcelona til mikillar gremju. „Ég er ekki það heimskur að ég haldi að þetta hatur muni nokkru sinni breytast í ást," sagði Mourinho eftir leikinn í gær. Lið undir stjórn Mourinho hafa nú tvívegis slegið Barcelona úr leik í Meistaradeildinni en það gerðist einnig þegar hann var stjóri Chelsea. Fyrir leikinn í gær sagði hann að það væri þráhyggja hjá Barcelona að komast í úrslitaleikinn nú í ár þar sem hann færi fram heimavelli Real Madrid að þessu sinni. Mourinho var sjálfur á mála hjá Barcelona sem aðstoðarþjálfari, fyrst þegar Bobby Robson stýrði liðinu og svo Louis van Gaal. Sá síðarnefndi er nú stjóri Bayern München sem mætir einmitt Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. „Ég ber virðingu fyrir Barca og gleymi aldrei hvað félagið gaf mér á þeim fjórum árum sem ég var hér," sagði Mourinho og vildi meina að hann væri nú óvinsælli hjá stuðningsmönnum félagsins en Luis Figo sem á sínum tíma yfirgaf Barcelona og fór til Real Madrid. Figo var staddur á leiknum í gær sem sérstakur fulltrúi frá Inter. „Figo sagði mér að hann væri sjálfur nokkuð rólegur þar sem ég væri nú orðinn aðalóvinur stuðningsmanna Barca." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira
Jose Mourinho segist gera sér grein fyrir því að hann muni aldrei taka við liði Barcelona á sínum þjálfaraferli. Mourinho er nú knattspyrnustjóri Inter sem sló Barcelona úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 1-0 tap í leik liðanna í gær. Inter vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 3-1, og þar með samanlagðan 3-2 sigur. Portúgalski þjálfarinn fagnaði mikið í leikslok, stuðningsmönnum Barcelona til mikillar gremju. „Ég er ekki það heimskur að ég haldi að þetta hatur muni nokkru sinni breytast í ást," sagði Mourinho eftir leikinn í gær. Lið undir stjórn Mourinho hafa nú tvívegis slegið Barcelona úr leik í Meistaradeildinni en það gerðist einnig þegar hann var stjóri Chelsea. Fyrir leikinn í gær sagði hann að það væri þráhyggja hjá Barcelona að komast í úrslitaleikinn nú í ár þar sem hann færi fram heimavelli Real Madrid að þessu sinni. Mourinho var sjálfur á mála hjá Barcelona sem aðstoðarþjálfari, fyrst þegar Bobby Robson stýrði liðinu og svo Louis van Gaal. Sá síðarnefndi er nú stjóri Bayern München sem mætir einmitt Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. „Ég ber virðingu fyrir Barca og gleymi aldrei hvað félagið gaf mér á þeim fjórum árum sem ég var hér," sagði Mourinho og vildi meina að hann væri nú óvinsælli hjá stuðningsmönnum félagsins en Luis Figo sem á sínum tíma yfirgaf Barcelona og fór til Real Madrid. Figo var staddur á leiknum í gær sem sérstakur fulltrúi frá Inter. „Figo sagði mér að hann væri sjálfur nokkuð rólegur þar sem ég væri nú orðinn aðalóvinur stuðningsmanna Barca."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira