Bruno Labbadia var í dag rekinn sem þjálfari þýska liðsins Hamburg aðeins þremur dögum áður en liðið spilar seinni leikinn sinn á móti Fulham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Það fyllti mælinn hjá yfirmönnum Labbadia að liðið steinlá 1-5 á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.
„Við þóttumst sjá það að hann gæti ekki klárað verkefnið á móti Fulham, " sagði stjórnarformaður félagsins Bernd Hoffmann en aðstoðarmaður Bruno Labbadia, Ricardo Moniz, mun stjórna liðinu það sem eftir lifir tímabilsins.
„Það kom ekkert annað til greina. Við þurfum að gera eitthvað til þess að reyna auka sigurlíkur okkar á fimmtudaginn," sagði Hoffmann en Hamburg gerði markalaust jafntefli við Fulham í fyrri leiknum í Þýskalandi.
Bruno Labbadia tók við liði Hamburg í sumar af Martin Jol (fyrrum stjóra Tottenham) og liðið byrjaði tímabilið vel undir hans stjórn. Hamburg-liðið hefur hinsvegar aðeins unnið 4 af 15 deildarleikjum sínum eftir vetrarfríið.
Hamburg er nú í sjöunda sæti í deildinni fimm stigum á eftir Stuttgart sem er í síðasta sætinu sem gefur keppnisrétt í Evrópukeppni á næsta tímabili.
Hamburg rak þjálfarann nokkrum dögum fyrir undanúrslitaleikinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Úlfarnir steinlágu gegn City
Enski boltinn

Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun
Enski boltinn

Markalaust á Villa Park
Enski boltinn


„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“
Enski boltinn
