Umfjöllun: Þolinmæðissigur á leiðinlegasta liði Evrópu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. maí 2010 18:09 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Fréttablaðið Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -) Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -)
Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki