Frakkinn Franck Ribery segir að hann vill fá framtíð sína á hreint áður en HM í Suður-Afríku hefst í sumar.
Ribery er á mála hjá Bayern München og hefur verið orðaður við helstu stórlið Evrópu á undanförnum mánuðum. Hann hefur hins vegar átt við þrálát meiðsli að stríða á tímabilinu.
Hann sagði á heimasíðu Bayern að það væri „að sjálfsögðu" möguleiki á því að hann myndi kjósa að framlengja samning sinn við félagið. Núverandi samningur hans rennur út í lok næstu leiktíðar.
Vetrarhlé er sem stendur í þýsku úrvalsdeildinni.
Ribery vill fá framtíðina á hreint fyrir sumarið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn



Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn

