Balotelli grýtti treyjunni í grasið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 22:45 Mario Balotelli rífst hér við stuðningsmenn Inter í kvöld. Nordic Photos / AFP Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira