Inter Milan varð í gærkvöldi meistari meistaranna á Ítalíu eftir sigur á Roma. Þetta var fyrsti keppnisleikur Rafael Benítez með Inter.
Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Benítez þar sem John Arne Riise, fyrrum leikmaður Liverpool, kom Roma yfir. Goran Pandev jafnaði þó í fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik var það svo Kamerúninn Samuel Eto´o sem kláraði leikinn. Hann skoraði tvö mörk með tíu mínútna millibili og tryggði Inter titilinn.
Ítalíumeistarar Inter fara því vel af stað en þetta er í fimmta sinn sem þeir verða meistarar meistaranna.
Benítez vann titil með Inter í fyrsta leik
Hjalti Þór Hreinsson skrifar
