Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 17. febrúar 2010 18:45 Frá leik Porto og Arsenal í kvöld. Nordic photos/AFP Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira