Inter fyrst í undanúrslit - Sneijder skoraði Elvar Geir Magnússon skrifar 6. apríl 2010 12:40 Wesley Sneijder fagnar marki sínu. Jose Mourinho og hans menn í Inter eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann CSKA frá Moskvu fyrirhafnarlítið 1-0 í leik sem var að ljúka í Rússlandi. Inter vann fyrri leikinn með sama mun á Ítalíu og kemst því áfram 2-0 samanlagt. Wesley Sneijder skoraði markið í þessum seinni leik strax á sjöttu mínútu og þá var brekkan brött fyrir heimamenn sem þurftu að skora þrjú mörk til að komast áfram. Snemma í seinni hálfleik missti CSKA mann af velli með rautt spjald og þá var leik í raun lokið. Inter mætir sigurvegaranum úr viðureign Barcelona og Arsenal í undanúrslitunum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Rússlandi og má lesa hana hér að neðan. CSKA Moskva-Inter 0-1 (Samanlagt: 0-2) 0-1 Wesley Sneijder (6.) 90.mín: Leiknum er lokið. Inter kemst áfram í undanúrslitin. Nú þarf Mourinho bara að finna sér sportbar í Moskvu til að sjá hvort hans lið mætir Barcelona eða Arsenal. 75.mín: Þetta hefur verið fyrirhafnarlítið hjá Ítalíumeisturunum. CSKA Moskva veitir litla mótspyrnu og spennan engin. 58.mín: Jose Mourinho er að afreka það að verða fyrsti þjálfarinn sem leiðir þrjú mismunandi lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Louis van Gaal getur fetað í fótspor hans annað kvöld ef FC Bayern slær út Manchester United. 50.mín: Ef þetta var erfitt áður þá er þetta ómögulegt fyrir heimamenn núna. Chidi Odiah fékk rautt spjald hér í upphafi seinni hálfleiks, fékk sitt annað gula spjald og ætti að vera að skrúfa frá sturtunni núna. Hárrétt hjá franska dómaranum og Moskvumenn því tíu gegn ellefu. 45.mín: Kominn er hálfleikur í Moskvu. Ekkert sem bendir til þess að heimamenn séu að fara að skora þrjú mörk í þessum leik. Þeir hafa mikið reynt langskot en minna verið í því að hitta á markið. 25.mín: Inter ræður ferðinni. Rússarnir þurfa þrjú mörk til að komast áfram. Ansi brött brekka fyrir þá og allt útlit fyrir að Inter verði fyrst liða í undanúrslitin. Þessu einvígi virðist einfaldlega vera lokið. 6.mín: MARK! Inter skorar fyrsta markið í Moskvu. Það gerði Sneijder beint úr aukaspyrnu. Skotið fór beint á markið en Akinfeev í marki heimamanna ekki á tánum, illa gert hjá honum. Ljóst er að þessi leikur fer ekki í framlengingu. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Leikið er á Luznikhi-vellinum í Moskvu en sá völlur er með gervigrasi sem er ekki vinsælt hjá ítalska liðinu. Dómari er Stephane Lannoy frá Frakklandi. Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Semberas, Ignashevich, Berezutsky, Berezutsky, Shchennikov, Dzagoev, Mamaev, Gonzalez, Honda, Necid. (Varamenn: Zhemchugov, Nababkin, Odiah, Piliev, Rahimic, Oliseh, Guilherme) Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Maicon, Samuel, Stankovic, Sneijder, Cambiasso, Eto'o, Milito, Pandev. (Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Materazzi, Chivu, Quaresma, Muntari, Balotelli) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Jose Mourinho og hans menn í Inter eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann CSKA frá Moskvu fyrirhafnarlítið 1-0 í leik sem var að ljúka í Rússlandi. Inter vann fyrri leikinn með sama mun á Ítalíu og kemst því áfram 2-0 samanlagt. Wesley Sneijder skoraði markið í þessum seinni leik strax á sjöttu mínútu og þá var brekkan brött fyrir heimamenn sem þurftu að skora þrjú mörk til að komast áfram. Snemma í seinni hálfleik missti CSKA mann af velli með rautt spjald og þá var leik í raun lokið. Inter mætir sigurvegaranum úr viðureign Barcelona og Arsenal í undanúrslitunum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Rússlandi og má lesa hana hér að neðan. CSKA Moskva-Inter 0-1 (Samanlagt: 0-2) 0-1 Wesley Sneijder (6.) 90.mín: Leiknum er lokið. Inter kemst áfram í undanúrslitin. Nú þarf Mourinho bara að finna sér sportbar í Moskvu til að sjá hvort hans lið mætir Barcelona eða Arsenal. 75.mín: Þetta hefur verið fyrirhafnarlítið hjá Ítalíumeisturunum. CSKA Moskva veitir litla mótspyrnu og spennan engin. 58.mín: Jose Mourinho er að afreka það að verða fyrsti þjálfarinn sem leiðir þrjú mismunandi lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Louis van Gaal getur fetað í fótspor hans annað kvöld ef FC Bayern slær út Manchester United. 50.mín: Ef þetta var erfitt áður þá er þetta ómögulegt fyrir heimamenn núna. Chidi Odiah fékk rautt spjald hér í upphafi seinni hálfleiks, fékk sitt annað gula spjald og ætti að vera að skrúfa frá sturtunni núna. Hárrétt hjá franska dómaranum og Moskvumenn því tíu gegn ellefu. 45.mín: Kominn er hálfleikur í Moskvu. Ekkert sem bendir til þess að heimamenn séu að fara að skora þrjú mörk í þessum leik. Þeir hafa mikið reynt langskot en minna verið í því að hitta á markið. 25.mín: Inter ræður ferðinni. Rússarnir þurfa þrjú mörk til að komast áfram. Ansi brött brekka fyrir þá og allt útlit fyrir að Inter verði fyrst liða í undanúrslitin. Þessu einvígi virðist einfaldlega vera lokið. 6.mín: MARK! Inter skorar fyrsta markið í Moskvu. Það gerði Sneijder beint úr aukaspyrnu. Skotið fór beint á markið en Akinfeev í marki heimamanna ekki á tánum, illa gert hjá honum. Ljóst er að þessi leikur fer ekki í framlengingu. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Leikið er á Luznikhi-vellinum í Moskvu en sá völlur er með gervigrasi sem er ekki vinsælt hjá ítalska liðinu. Dómari er Stephane Lannoy frá Frakklandi. Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Semberas, Ignashevich, Berezutsky, Berezutsky, Shchennikov, Dzagoev, Mamaev, Gonzalez, Honda, Necid. (Varamenn: Zhemchugov, Nababkin, Odiah, Piliev, Rahimic, Oliseh, Guilherme) Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Maicon, Samuel, Stankovic, Sneijder, Cambiasso, Eto'o, Milito, Pandev. (Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Materazzi, Chivu, Quaresma, Muntari, Balotelli)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira