Góður sigur Inter á Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 18:26 Wesley Sneijder skorar hér mark sitt í leiknum. Nordic Photos / AFP Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira